9/27/2004

Demantahelgi............

Helgin var algjör demantur þar sem að við fórum í gegnum fataskápa og settum í poka til að gefa rauða krossinum. Þetta var þarft verk sem að var unnið á nokkrum klukkutímum við gott undirspil. Frikki er byrjaður á hringnum mínum í þessum orðum og mér skilst að ég verði kominn með hring á fingur ekki seinna en á miðvikudag.
Annars var eitt af hápúnktum helgarinnar þegar að ég eldaði kjötsúpu sem að var algjör snilld. Viddi hennar Önnu gaf okkur svona í mat um daginn og ég varð að prófa þetta. Sko, maður kaupir sér poka sem að hægt er að elda kalkún í, þetta er nauðsynlegt sökum þess að þetta er mikið magn sem að þarf að komast í pokann. Maður sker niður slatta af rauðlauk, lauk, gulrótum, broccoli, papriku, kartöflum og einhverju sem að maður fílar og setur í pokann. Svo setur maður heilt læri ofan á grænmetið og lokar pokanum. Þetta setur maður svo á 180 gráður í einn og hálfan tíma. Við ákváðum að hafa gráðosta sósu með þessu en það fer bara eftir smekk hvers og eins. Það verður að sjálfssögðu að setja krydd og salt á lærið eins og venjulega. Svo bakaði Hjördís snilldar eplaköku til að éta í eftirmat. Ég ætla ekki að reyna að útskýra betur hversu gott þetta var en ég mæli með þessari einföldu uppskrift................Helgin var sem sagt demantur...................

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home