9/09/2004

Blöðin..

Í fréttum blaðanna og á netinu eru stundir fréttir af fólki sem að eru misgóðar. Arndís leikkona fékk miklar gersemar í arf, bollastell frá langömmu sinni. Ég óska henni til hamingju með þetta. Ég er betri maður eftir að vita þetta. Stundum heyri ég fólk segja að það sé alltaf sama fólkið í fjölmiðlunum og það vilji fara að heyra í fólkinu í landinu. Spurningin er hvort að fólkið í landinu hafi frá einhverju skemmtilegu að segja. Við erum svo fá að þetta gengur illa upp. Það er ekkert skrýtið þó að sama fólkið sé alltaf í fjölmiðlunum. Ég hef ekkert mikið á móti því að einhver segji fréttir af nýju saumanámskeiði í vinnustofu Herdísar en það er ekki endilega spennandi fréttir. Annars líður mér sennilega betur þegar að ég fer í fréttabindindi. Allavega innlent fréttabindindi sökum þess að við búum í gjörspilltu þjóðfélagi þó svo að aðilar sem að taka þetta út geta ekki bent á hvar spillingin sé. Hagfræðingar eiga að geta reiknað út hversu mikið af peningum eru í umferð sem að ekki hafa fengið að koma við í ríkiskassanum, svo ekki sé minnst á alla hina spillinguna sem að er í gangi...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home