Tilveran........
Það hefur lítið heyrst í manni síðustu daga enda hefur maður verið að kreista það síðasta út úr sumarfríinu. Nú er allt að fara í venjulegt horf , byrjaður að vinna og búin að skrá mig í skólann. Skólinn var reyndar byrjaður þegar að ég kom heim en það reddaðist allt saman. Ég er rosalega sáttur við sumarfríið og við vorum dugleg að ferðast allan tímann bæði innanlands sem utanlands. Einnig erum við búin að vera á ferðinni flestar helgar í sumar þannig að þetta er snilld.
Túnis ferðin var hápúnktur og ég er ennþá að fatta hversu mikil snilld þetta var. Ég hlæ stundum að því að ég hélt að ég myndi deyja úr hita í eyðimerkurferðinni.
Það slæma í þessu öllu saman er það að ég týndi giftingarhringnum mínum á föstudaginn síðasta. Ég var að synda í sundlaug og fattaði að ég var ekki með hringinn á mér. Ég tek hann aldrei af en það sem að hefur gerst er að maður er ekki búin að koma sér í rétta þyngd eftir ferðalagið þannig að hringurinn var frekar laus á puttanum. Ég ætla að gefa þessu nokkra daga en gullsmiðurinn minn er að sanka að sér efni til að hefja smíði á nýjum hring. Ég er ekkert ánægður með þetta en svona er þetta bara. Er búin að vera 7% þunglyndur síðustu daga en vonandi næ ég að hrista það af mér á næstu dögum………
Það hefur lítið heyrst í manni síðustu daga enda hefur maður verið að kreista það síðasta út úr sumarfríinu. Nú er allt að fara í venjulegt horf , byrjaður að vinna og búin að skrá mig í skólann. Skólinn var reyndar byrjaður þegar að ég kom heim en það reddaðist allt saman. Ég er rosalega sáttur við sumarfríið og við vorum dugleg að ferðast allan tímann bæði innanlands sem utanlands. Einnig erum við búin að vera á ferðinni flestar helgar í sumar þannig að þetta er snilld.
Túnis ferðin var hápúnktur og ég er ennþá að fatta hversu mikil snilld þetta var. Ég hlæ stundum að því að ég hélt að ég myndi deyja úr hita í eyðimerkurferðinni.
Það slæma í þessu öllu saman er það að ég týndi giftingarhringnum mínum á föstudaginn síðasta. Ég var að synda í sundlaug og fattaði að ég var ekki með hringinn á mér. Ég tek hann aldrei af en það sem að hefur gerst er að maður er ekki búin að koma sér í rétta þyngd eftir ferðalagið þannig að hringurinn var frekar laus á puttanum. Ég ætla að gefa þessu nokkra daga en gullsmiðurinn minn er að sanka að sér efni til að hefja smíði á nýjum hring. Ég er ekkert ánægður með þetta en svona er þetta bara. Er búin að vera 7% þunglyndur síðustu daga en vonandi næ ég að hrista það af mér á næstu dögum………
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home